GRÆNAR OG UMHVERFISVÆNAR FRAMLEIÐSLULAUSNIR

Efnaferli ehf.(Icelandic Process Development) er tækni- og verkfræðifyrirtæki sem þróar og útfærir sérhæfðar lausnir á sviði “græns” og umhverfisvæns framleiðsluiðnaðar í samtvinningu við endurnýjanlega orku þar sem það er hægt. Fyrirtækið hefur öðlast einkaleyfi á sviði framleiðslulausna á lífalkóhólum og glýkólum(second generation alcohols and bio-glycols) þar sem aukaafurðir úr lífdísiliðnaði(biodiesel) verða nýttar til framleiðslu verðmætra efnaafurða. Efnaferli hyggst veita afnotaleyfi af slíkri tækni í  verkefni sem byggja á nýtingu endurnýjanlegra hráefna, bæði hérlendis og erlendis. Fyrirtækið sinnir einnig verkefnum á sviði nýtingar á aukaafurðum úr fiskiðnaði, endurvinnslu, endurheimtun á efnavörum, rekur eimingarstöð fyrir léttsjóðandi efnaafurðir og sinnir málefnum á sviði umhverfistækni svo eitthvað sé nefnt.